- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óttast að Benedikt Gunnar hafi ristarbrotnað

Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur Valsmanna í 18 marka sigri á Fram. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn efnilegi hjá Val, Benedikt Gunnar Óskarsson, meiddist undir lok viðureignar Vals og sænsku meistaranna Ystads í Evrópudeildinni í handknattleik í Origohöllinni í kvöld. Óttast er að meiðslin kunni að vera að alvarleg, jafnvel að Benedikt Gunnar hafi ristarbrotnað. Engu var vitanlega hægt að slá föstu eftir leikinn í kvöld en þessi grunur læddist að mönnum sem handbolti.is hleraði.


Benedikt Gunnar fer að öllum líkindum í læknisskoðun á morgun þar sem skýrari mynd fæst hvað fór úrskeiðis en hann fór af leikvelli þjáður þegar skammt var til leiksloka.

Evrópudeildin, 6. umferð: úrslit og staðan.

Alltént 10 vikur frá

Ef um ristarbrot er að ræða má reikna með að a.mk. tíu vikna fjarveru, sé t.d. tekið mið af ristarbroti Óðins Þórs Ríkharðsson leikmanns Kadetten Schaffhausen í ágúst sl. Hann gekkst undir aðgerð þar sem ristin var negld saman nokkrum dögum eftir að hafa ristarbrotnað um miðjan ágúst. Óðinn Þór var mættur út á leikvöllinn um 10 vikum síðar.

Bikarleikur í Eyjum á laugardag

Ljóst er að Valsmenn verða langt frá því að verða með sitt sterkasta lið gegn ÍBV í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Auk líklegrar fjarveru Benedikts Gunnars eru Bergur Elí Rúnarsson, Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert fyrir á sjúkralista.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -