- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óttast aðeins næsta leik

Þórey Rósa Stefánsdóttir leikmaður Fram. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

„Ég er rosalega ánægð með þessu byrjun. Hún gefur okkur mikið en ég óttast aðeins næsta leik,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir leikmaður Fram í samtali við handbolta.is í kvöld eftir stórsigur á ÍBV í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik, 28:18, í Safamýri.


„Það er erfitt að leika gegn ÍBV í Eyjum og það er ekki einfalt að koma rétt stillt úr svona leik og til Eyja. Það er eitt að tala um það og annað að sýna það í verki,“ sagði Þórey Rósa ennfremur en hún skoraði sex af mörkum Fram og var næst markahæst.”


„Leikmenn ÍBV koma brjálaðir inn í næsta leik eins og þeir hafi engu að tapa. Við verðum að vera tilbúnar að mæta því.“


Þórey Rósa var mjög ánægð með leik Framliðsins í kvöld. Það hélt dampi frá upphafi til enda. „Við höfum beðið lengi eftir að mæta til leiks og fá tækifæri til þess að taka þátt í úrslitakeppninni. Það hefur sína kosti og galla að koma ferskar inn í undanúrslitin því það getur tekið tíma að ná upp dampi. Í því felst ákveðin áskorun,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir leikmaður Fram í samtali við handbolta.is í Safamýri í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -