- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óvænt sætaskipti á toppnum

Bjarki Már Elísson, Lemgo. Mynd/GWD Minden
- Auglýsing -

Alexander Petersson og félagar í Flensburg misstigu sig í kapphlaupinu um þýska meistaratitilinn í kvöld er þeir töpuðu fyrir Füchse Berlin með fjögurra marka mun, 33:29. Leikmenn Kiel komust þar með í efsta sæti deildarinnar á nýjan leik og eru stigi fyrir ofan Flensburg þegar þrjár umferðir eru eftir með 63 stig. Kiel vann öruggan sigur á Göppingen, 31:23, á heimavelli.


Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt af mörkum Göppingen.
Margir töldu Flensburg eiga þýska meistaratitilinn næsta vísan eftir að leikmenn Kiel töpuðu leik á dögunum en sú virðist ekki vera raunin. Flensburg var marki yfir í hálfleik gegn Berlínarrefunum. Vopnin snerust í höndum þeirra í síðari hálfleik og refirnir nýttu sér það til hins ítrasta.

Alexander kom ekkert við sögu í leiknum hjá Flensburg. Hans Lindberg skoraði 11 mörk fyrir Füchse Berlin, þar af voru sjö úr vítaköstum. Lasse Svan skoraði sjö mörk fyrir Flensburg.


Bjarki Már Elísson átti afbragðsleik þegar Lemgo vann Erlangen, 35:31, á útivelli. Bjarki skoraði níu mörk, þar af fjögur út vítaköstum, og var markahæstur leikmanna Lemgo ásamt Svíanum Jonathan Carlsborgard.
Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar í Melsungen fengu slæman skell á heimavelli fyrir Hannover-Burgdorf, 28:20. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark fyrir Melsungen.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -