Þegar ljóst varð að íslenska landsliðið í handknattleik tæki sæti í milliriðlakeppni Evrópumótsins óskað Handknattleikssamband Íslands eftir 250 miðum á hvern hinna fjögurra leikja sem framundan eru.
Að sögn Kjartans Vídó Ólafssonar, markaðsstjóri HSÍ, hefur talsvert borist af fyrirspurnum um miðakaup. Eins er fjölmennur hópur Íslendinga ennþá í Búdpest sem á ekki far heim fyrr en á laugardaginn í beinu flugi
Kjartan sagði að margir úr þeim hóp hafi óskað eftir að fá keypta miða.
Einnig auglýsa Heimsferðir ferð út á leikinn á morgun við Dani. Takist að selja í þá ferð fá farþegar úr miðabunka HSÍ, að sögn Kjartans.
Þess utan er nokkur fjöldi Íslendinga sem á miða á alla leiki í Búdapest út keppnina sunnudaginn 30. janúar.
Reikna má með að færri Íslendingar verði á leiknum við Dani annað kvöld en á síðustu þremur leikjum íslenska liðsins. Engu að síður verður um góðan hóp að ræða sem mun láta hressilega í sér heyra. Kjartan treysti sér ekki að skjóta á fjöldan þegar handbolti.is hitti hann síðdegis að máli á blaðamannafundi fyrir utan hótel landsliðsins í Búdapest.
Fimmtudaginn 20. janúar:
Danmörk – Ísland, kl. 19.30.
Laugardaginn 22. janúar:
Frakkland – Ísland, kl. 17.
Mánudaginn 24. janúar:
Ísland – Króatía, kl. 14.30.
Miðvikudaginn 26. janúar:
Ísland – Svartfjallaland, kl. 14.30.
Einnig má reikna með að ekki sé uppselt á leikina í milliriðlinum. Áhugi heimamanna fyrir milliriðlakeppinni dvínaði verulega þegar landslið þeirra heltist úr lestinni í gærkvöld.