- Auglýsing -
- Auglýsing -

Patrekur lætur af störfum – Hrannar mætir til leiks

Patrekur Jóhannesson segir sínum mönnum til við hliðarlínuna í KA-heimilinu í gærkvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Patrekur Jóhannesson hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik. Hrannar Guðmundsson tekur við þjálfun liðsins. Hrannar hefur síðustu vikur verið í þjálfaratreymi karlaliðs FH. Hann þekkir vel til í Mýrinni eftir að hafa þjálfað kvennalið Stjörnunnar frá janúar 2022 fram á mitt þetta ár að hann sagði starfi sínu lausu.


Patrekur stýrði Stjörnunni í síðasta sinn í Olísdeildinni í gærkvöld gegn KA í KA-heimilinu. Eftir fjóra leiki í Olísdeildinni hefur Stjarnan tvö stig og er í 10. sæti af 12 liðum. Mikil uppstokkun átti sér stað á leikmannahópi liðsins í sumar.

Er ekki á förum

Frá uppsögn Patreks er greint á samfélagsmiðlum Stjörnunnar í dag og er tilkynninguna að finna neðst í þessari grein.

Patrekur tók við þjálfun karlaliðs Stjörnunnar sumarið 2020 af Rúnari Sigtryggssyni. Í tilkynningunni kemur ennfremur fram að Patrekur haldi áfram störfum sem íþrótta- og rekstrarstjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar og einbeitir sér að því að vinna með framtíðarleikmönnum meistaraflokka karla og kvenna hjá Stjörnunni með afreksþjálfun.

Áfram viðloðandi

Ennfremur segir að Patrekur verði áfram viðloðandi meistaraflokka Stjörnunnar og verði Hrannari og Sigurgeiri Jónssyni þjálfara meistaraflokks kvenna innan handar.

„Ég er spenntur að takast á við þetta nýja hlutverk innan Stjörnunnar. Ég hef verið lengi í handbolta sem leikmaður og þjálfari og veit að lykillinn að árangri er að byggja traustan grunn,“ er m.a. haft eftir Patreki í tilkynningu handknattleiksdeildar Stjörnunnar sem m.a. er birt á Facebook.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -