- Auglýsing -
- Auglýsing -

Penninn á lofti á Ásvöllum

- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Hauka hefur endurnýjað samning við þrjá lykilleikmenn kvennaliðs félagsins. Um er að ræða Birtu Lind Jóhannsdóttur, Ragnheiði Ragnarsdóttur og Rakel Sigurðardóttur.


Birta Lind er 21 árs vinstri hornamaður sem er uppalin hjá félaginu og hefur á síðustu árum tekið miklum framförum og er orðin ein af mikilvægustu leikmönnum liðsins þrátt fyrir ungan aldur. Það sem liðið er af tímabilinu hefur Birta Lind verið iðin við markaskorun  og með markahæstu leikmönnum liðsins. 

Birta Lind Jóhannsdóttir – Mynd/Haukar

Ragnheiður er 26 ára reynslumikill hægri hornamaður sem er uppalin hjá Haukum. Hún hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Hauka síðustu tímabil. Ragnheiður spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk kvenna aðeins 16 ára gömul og því með reynslumestu leikmönnum liðsins.

Ragnheiður Ragnarsdóttir. – Mynd/Haukar

Rakel er 26 ára línumaður sem kom til Hauka árið 2017 og hefur hún verið lykilmaður á báðum endum vallarins. Rakel hefur staðið sem klettur í miðju varnar Hauka og er öflugur liðsmaður sem gefur mikið af sér inná vellinum.

Rakel Sigurðardóttir. Mynd/Haukar

Í tilkynningu segir að stjórn handknattleiksdeildar Hauka fagni þessum nýju samningum og bindi miklar vonir við leikmennina á komandi árum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -