Árla morguns fór landslið Íslands í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, til Þýskalands hvar það hefur þátttöku á Sparkassen Cup-mótinu sem haldið verður í Merzig. Fyrsti leikurinn verður gegn landsliði Slóveníu á morgun. Daginn eftir verður leikið við landslið Austurríkis og Hollands.
Á mánudaginn, 29. desember tekur við krossspil á milli riðla og eftir það verður leikið um sæti.
Keppt verður í tveimur riðlum. Í hinum riðlinum eiga sæti landslið Þýskalands, Portúgals, Serbíu og úrvalslið Saarlands, héraðsins þar sem mótið fer fram.
Íslandi hefur vegnað vel á mótinu undanfarin ár og leikið til úrslita tvö síðustu ár. Þátttaka í mótinu er einn liður í undirbúningi fyrir Evrópumót 18 ára landsliða næsta sumar.
Keppnishópurinn var valinn í lok nóvember. Eftir það varð að gera eina breytingu. Gunnar Róbertsson úr Val meiddist. Sæti hans tók Kári Steinn Guðmundsson, einnig úr Val.
Allir leikir mótsins eru sýndir í beinni útsendingu hérna gegn gjaldi: https://handball-globe.tv/sparkassencup-merzig
Leikjdagskrá:
27. desember:
Ísland – Slóvenía kl. 14.
28. desember:
Ísland – Austurríki, kl. 10.20.
Ísland – Holland, kl. 14.20.
-Leiktímar taka við af klukkunni á Íslandi.
Mánudagur, 29. desember:
Krossspil og leikur um sæti (tímasetning fer eftir árangri í riðlinum).
Farið heim þriðjudaginn 30. desember.
Keppnishópurinn
Markverðir:
Anton Máni Francisco Heldersson, Valur.
Sigurmundur Gísli Unnarsson, ÍBV.
Aðrir leikmenn:
Alex Unnar Hallgrímsson, Fram.
Anton Frans Sigurðsson, ÍBV.
Bjarki Snorrason, Valur.
Brynjar Narfi Arndal, FH.
Freyr Aronsson, Haukar.
Kári Steinn Guðmundsson, Valur.
Kristófer Tómas Gíslason, Fram.
Logi Finnsson, Valur.
Matthías Dagur Þorsteinsson, Stjarnan.
Ómar Darri Sigurgeirsson, FH.
Patrekur Smári Arnarsson, ÍR.
Ragnar Hilmarsson, Selfoss.
Sigurður Atli Ragnarsson, Valur.
Örn Kolur Kjartansson, ÍR.




