Eftir afar vaska frammistöðu á Sparisjóðsmótinu (Sparkassen Cup) í Merzig í Þýskalandi er ljóst að 18 ára landslið Íslands í handknattleik karla leikur til undanúrslita á mótinu fyrir hádegið á morgun. Í kvöld skýrðist staðan í hinum riðli mótsins svo kyrfilega að víst er íslensku piltarnir mæta landsliði Portúgal í undanúrslitaleiknum sem hefst klukkan 10.50 að íslenskum tíma. Portúgalska landsliðið hafnaði í örðu sæti A-riðils á eftir Þýskalandi.
Portúgal lagði Serbíu, 35:25, í uppgjöri um annað sæti A-riðils.
Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast Þýskaland og Slóvenía. Sigurlið undanúrslitaleikjanna bítast um gullverðlaun Sparisjóðsmótsins annað kvöld. Tapliðin leika áður um bronsverðlaunin.
Piltarnir eru farnir til Þýskalands
Öruggur sigur á Slóvenum í fyrsta leiknum í Merzig
Miklir yfirburðir og 12 marka sigur á Austurríki
Annar stórsigur í dag – undanúrslit í fyrramálið
- Allir leikir mótsins eru sýndir í beinni útsendingu gegn gjaldi: https://handball-globe.tv/sparkassencup-merzig


