- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Pólskur línumaður hefur samið við KA

Línumaðurinn Kamil Pedryc hefur samið við KA. Mynd/KA
- Auglýsing -

Pólski línumaðurinn Kamil Pedryc hefur samið við handknattleikslið KA til tveggja ára. Hann kemur til félagsins frá Zaglebie Lubin og er ekki aðeins talinn styrkja sóknarleik KA heldur einnig varnarleikinn.

Pedryc er 29 ára gamall og er þrautreyndur en auk Zaglebie Lubin hefur hann leikið með Energa MKS Kalisz og UNIA Tarnow í heimalandi sínu.

„Það er ljóst að koma Kamil sendir skýr skilaboð að okkar unga en öfluga lið ætlar sér enn stærri hluti á komandi tímabili en KA liðið tryggði sér að nýju sæti í úrslitakeppninni í vetur. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skrifaði undir samning við félagið á dögunum og þá hefur handknattleiksdeildin framlengt samninga sína við flesta af hinum ungu og efnilegu leikmönnum sem léku lykilhlutverk í vetur.

Við bjóðum Kamil velkominn í KA og bíðum spennt eftir því að fylgjast með honum í gula og bláa búningnum,“ segir í m.a. í tilkynningu handknattleikdeildar KA í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -