Pólsku handknattleikskonurnar Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska fara frá ÍBV að keppnistímabilinu loknu. Þetta segir Sigurður Bragason þjálfari ÍBV spurður um breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á leikmannahópi ÍBV þegar keppnistímabilinu lýkur.
„Pólverjarnir verða pottþétt ekki áfram,“ segir Sigurður í viðtali við handbolta.is. Myndskeið með viðtalinu er að finna hér fyrir neðan. Sigurður segir frá Olszowa og Wawrzynkowska eftir 1,22 mínútur.
Olszowa og Wawrzynkowska gengu til liðs við ÍBV 2019 og hafa verið hluti af öflugu liði félagsins síðan. Sú fyrrnefnda hefur reyndar lítið sem ekkert leikið með á leiktíðinni vegna meiðsla.

Wawrzynkowska hefur verið jafn besti markvörður Olísdeildar frá því að hún kom til félagsins. Hún meiddist fyrir áramóti. Í ljós kom rifa á krossbandi í hné. Ekki hefur verið útilokað að Wawrzynkowska taki þátt í einhverjum leikjum áður en keppnistímabilið verður úti.
Auk Wawrzynkowska og Olszowa er sennilegt að Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV, rifi seglin í lok leiktíðar eins og hún sagði í samtali við handbolta.is.
Stór ákvörðun að taka þegar lífið hefur snúist um handbolta í rúmlega 20 ár
Einnig hættir Sigurður Bragason þjálfun kvennaliðs ÍBV og Magnús Stefánsson tekur við.