- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Portúgal vann – Ungverjar töpuðu – úrslit dagsins

Daninn Mathias Gidsel sækir að vörn Sádi Araba. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Portúgal og Ungverjaland, sem verða í riðli með íslenska landsliðinu á HM í handknattleik sem hefst í næstu viku, voru á ferðinni í dag í vináttuleikjum. Portúgal vann stóran sigur á Bandaríkjamönnum, sem hafa ekki á að skipa öflugu liði um þessar mundir, 39:27, á æfingamóti í Þrándheimi.


Ungverjar töpuðu hinsvegar fyrir Slóvenum í síðari vináttuleik þjóðanna, 32:29, eftir að hafa unnið fyrri viðureignina í fyrrakvöld með eins marks mun.


Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í landsliði Barein töpuðu naumlega fyrir Rúmenum, 27:24, í þriðju og síðustu umferð móts á Alicante á Spáni. Bareinar voru síst lakari í leiknum en töpuðu þræðinum á allra síðustu mínútunum. Þeir töpuðu öllum leikjum sínum á mótinu, fyrir Argentínu, Spáni og síðan í dag.


Japanska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðsson, tapaði fyrir Austurríki með níu mark mun, 39:30, á móti í Sviss. Eins og kom fram á handbolta.is í gærkvöld þá tapaði japanska liðið fyrir því svissneska.


Nokkrum vináttuleikjum er lokið en fleiri standa yfir og einhverjir hefjast ekki fyrr en að lengri líður á daginn.

Úrslit þeirra leikja dagsins sem er lokið:

Bandaríkin – Portúgal 27:39 (12:19).
Noregur – Brasilía 30:23 (13:12).
Ungverjaland – Slóvenía 29:32 (13:13).
Holland – Tékkland 30:33 (12:17).
Barein – Rúmenía 24:27 (15:15).
Danmörk – Sádi Arabía 40:27 (20:13).
Þýskaland – Ísland 30:31 (18:14).
Austurríki – Japan 39:30 (17:17).
Spánn – Argentína 31:20 (16:10).
Frakkland – Egyptaland 33:32 (17:15).
Norður Makedónía – Ísrael 38:37 (23:19).
Sviss – Grænhöfðaeyjar 29:29 (20:19).

Finnland – Litáen 27:26 (16:18).
– Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði 1 mark fyrir finnska landsliðið.
Lettland – Eistland 26:35. (13:17).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -