- Auglýsing -
- Auglýsing -

Poulsen leikur ekki meira með Fram

Vilhelm Poulsen t.v. í leik með Fram á síðasta keppnistímabili. Hann leikur nú með Lemvig. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Vilhelm Poulsen leikur ekki fleiri leiki með Fram eftir að hafa meiðst undir lok viðureignar Fram og Vals í Olísdeild karla í handknattleik á laugardaginn. Liðbönd í öðrum ökkla Færeyingsins eru rifin og ljóst að nokkrar vikur getur tekið fyrir þau að verða fullgóð á nýjan leik. Poulsen staðfesti tíðindin við handbolta.is.


Poulsen hrasaði illa seint í leiknum við Val í Origohöllinni á laugardaginn. Atvikið leit mjög illa út og var óttast í fyrstu að eitthvað hafi einnig gengið úr skorðum í hnénu. Svo virðist sem betur fer ekki vera, nóg er samt, en Poulsen hefur gengist undir ítarlega læknisskoðun. „Niðurstaðan var ekki eins slæm og útilit var fyrir,“ sagði Poulsen við handbolta.is.

Valinn í landsliðið

Poulsen var á dögunum valinn í færeyska landsliðið sem mætir Þýskalandi í umspilsleikjum HM sæti 13. og 16. apríl. Poulsen er bjartsýnn maður og sagði við handbolta.is að hann vildi ekki afskrifa landsleikinn alveg strax. Hinsvegar er alveg ljóst að hann tekur ekki þátt í þremur síðustu leikjum Fram í Olísdeildinni. Keppni í Olísdeildinni lýkur 10. apríl og líkurnar fyrir að Fram komist í úrslitakeppnina ekki mjög miklar þótt enn sé fyrir hendi von gangi flest upp.


Poulsen er næst markahæsti leikmaður Olísdeildar karla með 129 mörk, er aðeins einu marki á eftir Óðni Þór Ríkharðssyni hjá KA. Poulsen samdi í vetur við danska úrvalsdeildarliðið Lemvig-Thyborøn Håndbold og flytur til Danmerkur í sumar eftir tveggja ára veru hjá Fram.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -