- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Prýðilegur leikur Einars Braga nægði ekki til sigurs

Einar Bragi Aðalsteinsson fyrrverandi leikmaður FH og núverandi liðsmaður IFK Kristianstad. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Einar Bragi Aðalsteinsson átti prýðilega leik með IFK Kristianstad í kvöld þegar keppni hófst af krafti í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik að loknum HM-hléi. Hann skoraði sex mörk í sjö skotum. Engu að síður tapaði IFK Kristianstad leiknum gegn Helsingborg á útivelli, 33:27.

Einar Bragi, sem gekk til liðs við Kristianstad síðasta sumar, var næst markahæsti leikmaður liðsins í kvöld.

Karlskrona gerir það áfram gott

Áfram heldur gott gengi HF Karlskrona í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið vann Skånela á útivelli í kvöld, 30:25.

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði ekki mark en átti tvær stoðsendingar. Dagur Sverrir Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Karlskrona að þessu sinni. Markvörðurinn Phil Döhler, sem kveður félagið í vor, sat allan leikinn á varamannabekknum.

Karlskrona fór upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld tapi grannliðsins Kristianstad. Karlskrona hefur 24 stig eftir 19 leiki og er stigi á undan Einari Braga og liðsfélögum. Helsingborg hefur einnig 23 stig. Ystad er sem fyrr lang efst með 31 stig og á að auki leik til góða á liðin sem á eftir koma.

Áfram í hópi neðstu liða

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk og átti tvær stoðsendingar í sjö marka tapi Amo HK í heimsókn til Skövde, 35:28. Amo er í 12. sæti af 14 liðum með 14 stig. Guif-liðið, sem má muna sinn fífil fegurri og Skånela reka lestina langneðst með fimm og fjögur stig.

Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -