ÍBV vann annan leik sinn í vikunni á Ragnarsmótinu í handknattleik karla í kvöld þegar liðið hafði betur gegn Þór, 39:30, í Sethöllinni á Selfoss. Bæði lið voru án margra sterkra leikmanna í leiknum. Lið ÍBV var að uppstöðu til skipað yngri leikmönnum enda liðið í keppni á tvennum vígstöðvum um þessar mundir, á Ragnarsmótinu og í Hafnarfjarðarmótinu.
Svipaða sögu má segja um Þórsliðið. Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs tefldi nær eingöngu fram yngri leikmönnum þótt vissulega hafi nokkrir verið með í kvöld sem stóðu í stórræðunum í vor þegar Þór barðist við Fjölni um sæti í Olísdeildinni.
Andri Erlingsson var atkvæðamestur leikmanna ÍBV með 12 mörk og línumaðurinn öflugi úr 20 ára landsliðinu, Hinrik Hugi Heiðarsson, var næstur á blaði með sjö mörk. Heiðmar Örn Björgvinsson lét mest að sér kveða hjá Þór með sjö mörk.
Selfoss lagði ungmennliða Hauka með 17 marka mun í síðari leik kvöldsins á Ragnarsmótinu. Eftir jafnan fyrri hálfleik var eins og aðeins eitt lið væri á vellinum í síðari hálfleik, lokatölur 37:20.
Selfoss – Haukar U 37:20 (14:12)
Mörk Selfoss: Guðjón Baldur Ómarsson 6, Sölvi Svavarsson 5, Anton Breki Hjaltason 4, Alvaro Mallols Fernandez 4, Hákon Garri Gestsson 4, Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð 3, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Valdimar Örn Ingvarsson 2, Alexander Hrafnkelsson 1, Árni Ísleifsson 1, Guðjón Óli Ósvaldsson 1, Guðmundur Steindórsson 1, Tryggvi Sigurberg Traustason 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 6, Jón Þórarinn Þorsteinsson 5.
Mörk Hauka U.: Stefán Karolis Stefánsson 5, Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson 3, Bóas Karlsson 3, Sigurður Bjarmi Árnason 3, Aron Ingi Hreiðarsson 2, Helgi Marinó Kristófersson 2, Ari Dignus Maríuson 1, Bjarki Már Ingvarsson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 6, Jákup Arngrímsson Müller 2.
ÍBV – Þór 39:30 (21:14).
Mörk ÍBV: Andri Erlingsson 12, Hinrik Hugi Heiðarsson 7, Gauti Gunnarsson 6, Kristófer Ísak Bárðarson 5, Elís Þór Aðalsteinsson 4, Ívar Bessi Viðarsson 2, Pavel Miskevich 1, Jason Stefánsson 1, Andri Magnússon 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 4, Morgan Goði Garner 4.
Mörk Þórs: Heiðmar Örn Björgvinsson 7, Kristján Gunnþórsson 5, Leó Friðriksson 5, Arnviður Bragi Pálmason 3, Ólafur Atli Malmquist Hulduson 2, Sigurður Ringsted Sigurðsson 2, Halldór Kristinn Harðarson 2, Þormar Sigurðsson 2, Ágúst Örn Vilbergsson 1, Aron Hólm Kristjánsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 3, Tristan Ylur Guðjónsson 2.
Leikir annað kvöld á Ragnarsmótinu:
Kl. 18: Haukar U – Grótta.
Kl. 20.15: Þór – Víkingur.