- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ragnarsmótið: Víkingar höfðu betur gegn Þór – 15 marka sigur Gróttu

Benedikt Emil Aðalsteinsson, leikmaður Víkings var markahæstur hjá liðinu í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Víkingur vann Þór í hörkuleik í kvöld á Ragnarsmótinu í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi, 33:31, eftir að hafa verið með forystuna meira og minna síðustu 10 til 12 mínútur leiksins. Þórsarar voru aldrei langt undan. Þeir voru yfir framan af leik. M.a. var staðan 18:15 loknum fyrri hálfleik, Þór í vil. Viðureignin var e.t.v. reykurinn af réttunum sem búast má við að liðin bjóði upp á næstu leiktíð þegar þau verða, ásamt fleirum, að kljást um efstu sæti Grill 66-deildar.

Þórsarar tefldu fram í kvöld nokkrum þeirra leikmanna sem gengið hafa til liðs við félagið í sumar, m.a. Bergvin Þór Gíslasyni, Hafþóri Má Vignissyni og Oddi Gretarssyni. Sá síðastnefndi var markahæstur með 11 mörk. Þréttán ár eru liðin síðan Oddur lék síðast hér á landi með félagsliði.

Víkingur leikur um þriðja sæti á mótinu á laugardaginn gegn Selfossi. Þórsarar mæta ungmennaliði Hauka í viðureign um 5. sætið.

Grótta leikur til úrslita á mótinu við ÍBV. Bæði liða hafa unnið báða leiki sína til þessa á mótinu. Gróttumenn lögðu ungmennalið Hauka örugglega í kvöld, 35:20. Eins og í gær gegn Selfossi þá hélt ungmennliða Hauka í við andstæðing sinn í fyrri hálfleik.

Úrslit kvöldsins og markaskorarar:

Þór – Víkingur 31:33 (18:15).
Mörk Þórs: Oddur Gretarsson 11, Hafþór Már Vignisson 6, Aron Hólm Kristjánsson 5, Sigurður Ringsted Sigurðsson 3, Þormar Sigurðsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 1, Bergvin Þór Gíslason 1, Ólafur Atli Malmquist Hulduson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 11.

Mörk Víkings: Benedikt Emil Aðalsteinsson 9, Jón Hjálmarsson 6, Ásgeir Snær Vignisson 5, Kristján Helgi Tómasson 5, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 4, Þorfinnur Máni Björnsson 3, Halldór Ingi Óskarsson 1.
Varin skot: Ekki marktækar upplýsingar á HBStatz. Þrautreyndur hornamaður sagður hafa staðið í marki Víkings sem handbolti.is telur harla ósennilegt að raun hafi verið á.

Haukar U – Grótta 20:35 (12:15).
Mörk Hauka U.: Daníel Máni Sigurgeirsson 8, Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson 3, Bóas Karlsson 3, Arnór Róbertsson 3, Gústaf Logi Gunnarsson 1, Sigurður Bjarmi Árnason 1, Stefán Karolis Stefánsson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 9, Birnir Hergilsson 1.
Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 7, Ari Pétur Eiríksson 5, Elvar Otri Hjálmarsson 5, Jón Ómar Gíslason 4, Lúðvík Thorberg B. Arnkelsson 4, Kári Benediktsson 3, Hannes Grimm 3, Gunnar Dan Hlynsson 2, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Kári Kvaran 1.
Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 14, Þórður Magnús Árnason 6.

24. ágúst – laugardagur, Sethöllin:
Kl. 13: 5. sæti.
Kl. 15: 3. sæti.
Kl. 17: Úrslitaleikur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -