- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rakel Sara fer til Noregs í sumar

Rakel Sara Elvarsdóttir klæðist búningi KA/Þórs á ný á næsta keppnistímabili. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Landsliðskonan og leikmaður KA/Þórs, Rakel Sara Elvarsdóttir, hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Volda handball en félagið segir frá þessu í dag. Gengur hún til liðs við félagið í sumar að loknu keppnistímabilinu hér heima.


Rakel Sara er á nítjánda ári og hefur leikið afar stórt hlutverk í liði Íslandsmeistaranna síðustu tvö ár og var íslenska landsliðinu í leikjunum við Svíþjóð og Serbíu á dögunum í undankeppni Evrópumótsins. Rakel Sara á fimm A-landsleiki að baki og fjölda leikja með yngri landsliðunum og af krafti stimplað sig inn sem ein öflugasti hægri hornamaður Olísdeildar kvenna.


Rakel Sara var markahæsti leikmaður KA/Þórs í Olísdeildinni í vetur með 100 mörk í 21 leik.

Volda er sveitarfélag í Møre og Romsdal fylki í Noregi. Það er hluti af Sunnmørshéraði. Stjórnsýslumiðstöðin er þorpið Volda. Önnur þorp í sveitarfélaginu eru Dravlaus, Fyrde, Straumshamn, Leira, Bjørke og Grodås. Sveitarfélagið er staðsett um 50 km suður af bænum Álasundi.
Helsta landfræðileg einkenni Volda er Voldsfjorden sem kvíslast í Austefjorden, Kilsfjorden og Dalsfjorden. Það er líka fjöllótt, sérstaklega suðaustur af fjörðum, með Sunnmørsalpene fjöllin umhverfis svæðið. Hið 1.482 metra háa fjall Eidskyrkja er staðsett í suðausturhluta sveitarfélagsins.

Halldór Stefán Haraldsson hefur þjálfað Volda handball síðustu sex ár. Á dögunum vann Voldaliðið sér sæti sæti í norsku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn. Halldór Stefán segir á heimasíðu félagsins að Rakel Sara sé eitt mesta efnið í íslenska kvennahandknattleik um þessar mundir.

Auk Halldórs Stefáns gekk Katrín Tinna Jensdóttir til liðs við Volda á síðasta ári en hún lék með Rakel Söru í U18 ára landsliðinu í B-hluta Evrópumóts landsliða á síðasta sumri. Þriðji Íslendingurinn, Hilmar Guðlaugsson, er aðstoðarþjálfari hjá Volda.


KA/Þór mætir Val í undanúrslitum Olísdeildar annað kvöld í Origohöllinni. Verður það fyrsta viðureign liðanna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -