- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rakel Sara í úrvalsliðinu

Rakel Sara Elvarsdóttir, önnur frá hægri, í úrvalsliði B-deildar EM kvenna í handknattleik. Mynd/EHF
- Auglýsing -


Rakel Sara Elvarsdóttir, hornamaður Íslandsmeistara KA/Þórs var valin í úrvalslið B-deildar Evrópumtótsins í handknattleik kvenna sem lauk í Skopje í Norður Makedóníu í dag. Íslenska liðið hafnaði í fimmta sæti.


Rakel Sara var eini fulltrúi Íslands í úrvalsliði mótsins. Val hennar í úrvalsliðið kemur ekki á óvart þeim sem fylgdust með leikjum mótsins. Hún lék afar vel og var tvisvar sinnum valinn besti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum fimm.

Hollenska stúlkan Catharina Molenaar var valin besti leikmaður mótsins og Jana Muttun frá Færeyjum var markahæst með 44 mörk.


Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst í íslenska liðinu. Hún skoraði 31 mark. Rakel Sara var næst á eftir með 30 mörk.


Hollendingar unnu mótið. Þeir lögðu Pólverja í úrslitaleik, 26:23. Hvíta-Rússland vann Færeyjar í leiknum um bronsið, 27:25.


Annar hluti B-deildar EM kvenna 19 ára og yngri fór fram á Ítalíu og lauk í dag. Heimaliðið fór með sigur úr býtum. Ítalía vann Litáen í úrslitaleik, 27:25. Serbía hafði betur á móti Spáni í leiknum um bronsið, 23:22.


Holland, Ítalía, Pólland og Litáen öðlast keppnisrétt í umspili um sæti á HM 20 ára landsliða sem leikið verður í lok nóvember. Lokakeppni HM 20 ára liða fer fram í Slóveníu að ári liðnu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -