- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rakleitt í lið umferðarinnar

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd/PAUC
- Auglýsing -

Frábær frammistaða Kristjáns Arnar Kristjánssonar með PAUC, Aix, gegn PSG í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á sunnudaginn fleytti honum rakleitt inn í lið umferðarinnar sem valið var í gær af hinu virta franska íþróttadagblaði L’Equipe.

Eins og kom fram á handbolti.is á sunnudaginn lék Kristján Örn afar vel í fyrsta leik sínum fyrir félagið gegn stórliði PSG. Hann skoraði sjö mörk í níu skotum og átti auk þess stoðsendingar og var fastur fyrir í vörninni á þeim nærri 40 mínútum sem hann tók þátt í leiknum sem fram fór í París.

Lið 1.umferðar:

Vinstra horn : Nemanja Ilic (Toulouse)
Vinstri skytta :
 Torben Petersen (Istres)
Miðjumaður :
 Nikola Karabatic (Paris-SG)
Hægri skytta :
 Kristjan Kristjansson (PAUC- Aix)
Hægra horn : Youenn Cardinal (Cesson)
Línumaður :
 Alexis Borges (Montpellier)
Markvörður :
 Jef Lettens (Toulouse)
Varnarmaður:
 Rock Feliho (Nantes)

Næsti leikur Kristjáns og samherja er ráðgerður á föstudaginn gegn Montpellier á heimavelli. Ekki er loku fyrir það skotið að leiknum verði frestar vegna krónónuveirunnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -