- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ráku af sér slyðruorðið

Teitur Örn Einarsson er sagður vera á leið til þýska stórliðsins Flensburg. Mynd/IFK Kristianstad - Kimme Persson Fotograf, Studio 11
- Auglýsing -

Leikmenn sænska liðsins IFK Kristianstad risu upp á afturlappirnar í kvöld og ráku af sér slyðruorðið eftir tvo tapleiki í röð og gjörsigruðu leikmenn Dinamo Búkarest í Kristianstad í annarri umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla, 31:22, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12.

Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði ekki að þessu sinni. Markus Olsson og Anton Halén skoruðu sex mörk og voru markahæstir í sænska liðinu. Línumaðurinn Adam Nyfjäll skoraði fimm sinnum.

IFK fékk slæman skell í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í Berlín í síðustu vikum, einkum eftir afar slæman upphafskafla í síðari hálfleik. Í kjölfarið fylgdi fyrsta tapið í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Guif á heimavelli á síðasta sunndag. Leikmenn liðsins voru staðráðnir að sýna allar sína bestu hliðar í kvöld og það tókst svo sannarlega. Leikmenn Dinamo vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í seinni hálfleik og skoruðu þá aðeins 10 mörk. Dinamo tapaði naumlega á heimavelli í fyrstu umferð keppninnar fyrir Sporting, 27:25, og er þar með án stiga eftir tvær umferðir. IFK er með tvö stig.

Öðrum leikjum B-riðils sem fram áttu að fara í kvöld var frestað.

Í A-riðli gerðu Ademar León og Toulouse jafntefli, 25:25, og Medevedi frá Rússlandi vann Aon Fivers í Austurríki, 32:30.

Fjórði leikurinn var síðan á Fjóni þar sem GOG vann Pelister, 30:29, eins og handbolti.is sagði frá fyrr í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -