- Auglýsing -
Rautt spjald sem Stjörnumaðurinn ungi, Ísak Logi Einarsson, fékk í viðureign Stjörnunnar og Vals í Olísdeild karla 14. desember, var afturkallað. Dómarar leiksins sáu það eftir á að Ísak Logi gerðist ekki brotlegur, eins og þeir héldu. Annar leikmaður átti þar hlut að máli.
„Við skoðun á framangreindu atviki á myndbandsupptöku fékk rangur leikmaður rautt spjald. Samkvæmt agaskýrslu dómara var útilokun leikmannsins því dregin til baka þar sem rangan leikmann hafi verið um að ræða. Í samræmi við framangreint er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar í málinu,“ segir í úrskurði aganefndar þriðjudaginn 17. desember en úrskurðurinn var birtur í morgun.
- Auglýsing -