- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði opnuð – Bylting í íþróttamælingum

Óskar Þór Ármannsson, skrifstofustjóri í mennta- og barnamálaráðuneyti, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands klippa á borðann við opnun rannsóknarstofunnar. Mynd/Gunnar Sverrisson
- Auglýsing -

Fréttatilkynning frá Menntavísindasvið HÍ.

Ný og öflug rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði var opnuð þann 31. október í Laugardalnum, þar sem námsbraut í íþrótta- og heilsufræði hefur aðsetur. Fjöldi hagaðila úr íþróttahreyfingunni, háskólasamfélaginu og mennta- og barnamálaráðuneyti var þar samankominn.


Rannsóknarstofan er búin fjölda nýrra rannsóknartækja sem stórauka möguleika til mælinga og rannsókna á líkamlegu atgervi íþróttafólks og almennings en búnaðurinn er eins og hann gerist bestur hjá fremstu íþróttaliðum og -þjóðum heims. Milos Petrovic, lektor við Menntavísindasvið og forstöðumaður rannsóknarstofunnar kynnti hinn nýja búnað og þau tækifæri sem felast í rannsóknarstofunni fyrir íþróttahreyfinguna, afreksíþróttafólk, almenning og þær mælingar og þar með framlag til rannsókna felst í rannsóknarstofunni. Þórdís Lilja Gísladóttir, forseti Deildar heilsueflingar, íþrótta-, og tómstunda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands stýrði opnunarviðburðinum og segir opnun rannsóknarstofunnar fela í sér byltingu í íþróttamælingum hér á landi.

„Við í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands fögnum þessari byltingu sem nýi tækjabúnaðurinn felur í sér og gerir okkur kleift að mæla með nákvæmum hætti fjölda þjálfunarþátta, s.s. þol, styrk, liðleika, hraða, fimi, tækni og taktík í öllum íþróttum auk mælinga á almenningi. Sérfræðingar okkar á sviði íþróttamælinga munu stýra rannsóknum, mælingum og veita þjálfunarráðgjöf út frá niðurstöðunum. Rannsóknastofan opnar enn fremur óteljandi möguleika til mælinga og rannsókna fyrir nemendur í íþrótta- og heilsufræði við HÍ sem tengjast námi þeirra og lokaverkefnum. Við erum tilbúin í víðtækt samstarf við íþróttahreyfinguna, líkamsræktargeirann, skóla og sjúkraþjálfara um mælingar á öllum sviðum hreyfingar. Rannsóknarstofan jafnast því á við það besta sem gerist í heiminum í dag.“

Auk þeirra ávörpuðu samkomuna rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, Óskar Þór Ármannsson, skrifstofustjóri í mennta- og barnamálaráðuneyti staðgengill ráðherra, Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ kynnti nýjar áherslur í afreksmálum, Lárus Blöndal forseti ÍSÍ hélt ávarp og Kolbrún Þ. Pálsdóttir stýrði formlegri opnun rannsóknarstofunnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -