- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rautt spjald Halldórs Inga afturkallað

Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Í annað sinn á skömmum tíma hafa dómarar leikja á Íslandsmótinu í handknattleik ákveðið að fella niður rautt spjald og útilokun sem þeir hafa gefið í hita leiksins.


Nýrra tilfellið er útilokun með skýrslu sem Halldór Ingi Óskarsson leikmaður Víkings fékk í viðureign liðsins við Fram U í Grill 66-deild karla á síðasta föstudag. „Við nánari athugun er það mat dómara að ákvörðunin hafi verið röng og hafa þeir því óskað eftir að draga spjaldið til baka,“ segir í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur er á vef HSÍ.


Dómarar leiksins voru Bjarni Viggósson og Jón Karl Björnsson.


Aganefnd HSÍ féllst á ósk dómaranna. Þar af leiðandi getur Halldór Ingi tekið þátt í stórleiknum við HK í Kórnum á föstudaginn ásamt samherjum sínum.


Í síðustu viku var afturkallað rautt spjald sem Jóhann Birgir Ingvarsson, FH-ingur fékk í leik við ÍBV.

Fleiri mál afgreidd

Fleiri máli voru tekin fyrir á fundi aganefndar HSÍ í gær.
Jóhann Reynir Gunnlaugssson, leikmaður Víkings, og Arnór Þorri Þorsteinsson, leikmaður Þórs, fengu einnig rautt spjald og útlokun í leikjum liðanna sinna í 5. umferð. Jóhann í leik við Fram U og Arnór Þorri í viðureign gegn KA U.


Hvorugur fær leikbann en aganefnd bendir þeim á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. reglugerðar.


Eins og fyrr segir sækir Víkingur topplið Grill 66-deildar karla, HK, heim í Kórinn á föstudaginn klukkan 20.


Arnór Þorri og félagar í Þór frá ungmennalið Hauka í heimsókn í Höllina á Akureyri á föstudagskvöld klukkan 19.30.


Staðan í Grill 66-deild karla:

HK5410167 – 1359
Valur U5410148 – 1319
KA U5221159 – 1566
Víkingur5212154 – 1485
Þór5212143 – 1445
Selfoss U5212176 – 1775
Fram U5203149 – 1564
Fjölnir4112122 – 1303
Haukar U4103108 – 1122
Kórdrengir5005123 – 1600
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -