- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reiknar með spennandi vetri

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Mér finnst bara gaman að vera komin heim í deildina eftir þrjú ár í atvinnumennsku,“ segir Helena Rut Örvarsdóttir, stórskytta Stjörnunnar í samtali við handbolta.is. Helena Rut var ein af þeim sterku handknattleikskonum sem flutti heim í sumar eftir að hafa leikið með erlendum félagsliðum um nokkurra ára skeið. Koma þeirra hefur svo sannarlega sett sterkan svip á Olísdeildina fram til þessa.


„Deildin fer vel af stað og greinilegt er að öll liðin koma sterk til leiks sem gerir að verkum að allir geta unnið alla. Það er enginn leikur gefinn fyrirfram. Þar af leiðandi má búast við spennandi keppnistímabili. Það er gaman og gott að koma heim í spennandi leiki. Miklu máli skiptir að við sem komum heim dreifðumst nokkuð á milli liðanna. Það er afar jákvætt og styrkir deildarkeppnina að mínu mati. Ég hlakka til framhaldsins eftir skemmtilega byrjun,“ segir Helena Rut Örvarsdóttir sem kom heim í sumar og gekk til liðs við Stjörnuna, liðið sem hún lék með áður en hún fór í víking til Noregs sumarið 2017.


Helena Rut lék í eitt og hálft ár með Byåsen í Noregi en gekk í ársbyrjun 2019 til liðs við Dijon í Frakkland og lék með liðinu fram á vorið. Sumarið 2019 samdi Helena Rut við SönderjyskE í Danmörk og var með suður-jóska liðinu á síðasta keppnistímabili.

Helena Rut hefur skorað 24 mörk í þremur fyrstu leikjum Olísdeildar kvenna og er í öðru sæti á lista yfir markahæstu leikmenn ásamt annarri stórskyttu, Ragnheiði Júlíusdóttir, Fram.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -