- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reistad fór á kostum – Noregur í undanúrslit

Henny Reistad skoraði 10 mörk, þar af þrjú afar mikilvæg á lokakaflanum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópu- og heimsmeistarar Noregs eru öruggir um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handknattleik kvenna í Slóveníu. Norska landsliðið vann landslið Slóveníu í frábærum handboltaleik í Ljubljana í kvöld, 26:23, eftir að hafa verið marki yfir, 16:15, að loknum fyrri hálfleik.


Slóvenar veittu harða mótspyrnu allt til loka og máttu leikmenn norska landsliðsins sýna sínar allra bestu hliðar til þess að tryggja sér sér sigurinn á lokasprettinum. Þar gekk Henny Reistad fram fyrir skjöldu þegar erfiðleikar voru í sóknarleik norska liðsins. Hún skoraði þrjú afar mikilvæg mörk á síðustu mínútunum og 10 alls í leiknum í 12 skotum.


Maja Vojnovic markvörður Slóvena átti stjörnuleik í síðari hálfleik. Um tíma stefndi í að hún myndi ríða baggamuninn og fella norska liðið. Sú varð ekki raunin þegar kom fram á síðustu mínúturnar. Þá réði hún ekkert við skotin frá Reistad.

Þóri Hergeirssyni var orðið um og ó þegar leið á leikinn og Slóvenar komnir með yfirhöndina. En enn einu sinni stóðst hans lið pressuna á lokakaflanum. Mynd/EPA


Ana Gros bar lengst af uppi sóknarleik Slóvena sem nutu frábærs stuðnings í Arena Stozice. Slóvenar eiga enn möguleika á sæti í undanúrslitum þrátt fyrir tapið. Vinni þeir Ungverja á miðvikudaginn og Danir ná ekki stigi gegn Noregi fylgja Slóvenar Norðmönnum í undanúrslit úr milliriðli eitt. Slóvenar standa betur að vígi í innbyrðisleik við Dani eftir sigur á þeim í upphafsleik mótsins.


Mörk Noregs: Henny Ella Reistad 10, Nora Mørk 6, Stine Oftedal 4, Anniken Wollik 2, Malin Larsen 1, Kristine Breistøl 1, Vilde Ingstad 1, Maren Aardahl 1.
Varin skot: Katrine Lunde 5, 38% – Silje Solberg 4, 21%.
Mörk Slóveníu: Ana Gros 5, Natasa Ljepoja 4, Valentina Klemenic 3, Elizabeth Omoregie 3, Tamara Mavsar 3, Nina Zulic 2, Barbara Lazovoc 2, Alja Varagic 1.
Varin skot: Maja Vojnovic 8, 42% – Arma Pandzic 3, 18% – Branka Zec 0.

Staðan í milliriðli 1:

Noregur4400117 – 938
Danmörk4301106 – 836
Slóvenía420299 – 1034
Svíþjóð310281 – 742
Króatía410379 – 1022
Ungverjaland300367 – 820


EM kvenna22 – milliriðlakeppni leikjadagskrá, úrslit.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -