- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Remili valinn bestur – einn Frakki í úrvalsliði EM

Nedim Remili með verðlaunagripina sem hann fékk fyrir að vera valinn mikilvægasti leikmaður EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkinn Nedim Remili var valinn mikilvægasti eða besti leikmaður (MVP) Evrópumóts karla í handknattleik sem lauk í Köln í Þýskalandi í kvöld með sigri franska landsliðsins, 33:31, gegn Dönum í úrslitaleik.

Remili lék einstaklega vel á mótinu. Hann skoraði 34 mörk í níu leikjum og gaf 53 stoðsendingar.

Þess má geta að Remili er samherji Bjarka Más Elíssonar hjá ungverska meistaraliðinu Telekom Veszprém.

Eftirtaldir voru valdir í úrvalslið Evrópumótsins:
Markvörður: Andreas Wolff, Þýskalandi.
Vinstra horn: Hampus Wanne, Svíþjóð.
Vinstri skytta: Martim Costa, Portúgal.
Miðjumaður: Juri Knorr, Þýskalandi.
Hægri skytta: Mathias Gidsel, Danmörku
Hægra horn: Robert Weber, Austurríki.
Línumaður: Ludovic Fabregas, Frakklandi.
Varnarmaður: Magnus Saugstrup, Danmörku.

Evrópumótinu lauk með glæsilegri flugeldasýningu af þaki Lanxess Arena:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -