- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reykjavíkurúrvalið vann silfurverðlaunin

Sigríður Unnur Jónsdóttir þjálfari Reykjavíkurúrvalsins ræðir við leikmenn. Ljósmynd/Ragnar Lárus Kristjánsson
- Auglýsing -

Reykjavíkurúrval stúlkna í handknattleik hafnaði í öðru sæti í höfuðborgarkeppni Norðurlandanna sem hófst síðasta sunnudag og stendur fram á föstudag. Auk handknattleiks í stúlknaflokki, fæddar 2010, er keppt er í knattspyrnu drengja og blönduðu liði í frjálsum íþróttum í höfuðborgarkeppninni.

Handknattleikskeppnin byrjaði á mánudaginn og lauk eftir hádegið dag. Leikirnir fóru fram í Laugardalshöll.

Fjögur lið

Fjögur lið tóku þátt í handknattleikskeppninni, frá Helsinki, Kaupmannahöfn og Ósló auk Reykavíkur. Stokkhólmur gat ekki sent lið til keppni að þessu sinni. Höfuðborgirnar skiptast á að skipuleggja og halda mótin og var mótið á síðasta ári í Helsinki. Á næsta ári fer keppnin fram í Kaupmannahöfn.

Naumt tap

Stúlkurnar í liði Reykjavíkur í handknattleik hófu leik á móti Ósló á mánudag. Óslóarstúlkurnar voru því miður alltaf skrefi á undan og leiddu í hálfleik 10-7. Seinni hálfleikur var mun betur spilaður af hálfu Reykjavíkur og þrátt fyrir að vera 5 mörkum undir á tímabili þá komust þær betur og betur inn í leikinn og höfðu tækifæri á því að jafna þegar 30 sek voru eftir af leiktímanum. Því miður misstu þær boltann frá sér og þær norsku náðu að pota inn einu marki á lokasekúndunni og vinna 19-17.

Sterkari í síðari hálfleik

Á þriðjudag spilaði Reykjavík við lið Kaupmannahafnar. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og leiddi Kaupmannahöfn með einu, 14-13. Reykjavík komst þó fljótt yfir í seinni hálfleik og náði að halda forystu allan tímann þrátt fyrir að síðustu mínúturnar hafi verið spennandi. Að lokum höfðu þær sigur 20-19.

Gáfu aldrei eftir

Í dag, miðvikudag, var spilað við lið Helsinki. Þrátt fyrir að Helsinki hafði á að skipa baráttuglöðum stúlkum þá náði Reykjavík yfirhöndinni snemma leiks og gaf hana aldrei eftir. Þær sigldu því heim flottum sigri, 27-20, og nældu sér í annað sætið á mótinu. Glæsilegur árangur og efnilegar handknattleiksstelpur. Framtíðin er björt

Reykjavíkurliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum:
Anja Gyða Vilhelmsen, Víkingi.
Brynja Sif Gísladóttir, Fram.
Katrín Ásta Jóhannsdóttir, ÍR.
Kolbrún Ída Kristjánsdóttir, Fjölni/Fylki.
Ragna Lára Ragnarsdóttir, Fjölni/Fylki.
Sara Sigurvinsdóttir, Val.
Sara Sveinsdóttir, Val.
Sigurveig Ýr Halldórsdóttir, Fram.
Sylvía Sigrún Eðvarðsdóttir, Gróttu.
Ylfa Hjaltadóttir, Fram.

Þjálfari: Sigríður Unnur Jónsdóttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -