- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Reyndi að taka þau færi sem gáfust“

Rui Silva sem hér glímir við Ými Örn Gíslason er að vanda í portúgalska hópnum á EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Mér fannst við eiga alveg jafna möguleika að þessu sinni. Ef við hefðum ekki farið illa með góð færi síðustu tíu mínúturnar hefði sigurinn alveg eins getað fallið okkur í skaut,“ sagði Viggó Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins við handbolta.is í kvöld eftir tveggja marka tap fyrir Portúga í undankeppni EM, 26:24.

„Ég reyndi að taka þau færi sem gáfust. Ég hefði vilja skora úr einu af langskotunum og síðan voru tvö eða þrjú atriði í varnarleiknum sem hefði getað gert betur í annars er ég bara nokkuð sáttur við eigin frammistöðu. Auk þess sem eitt vítakast mitt var varið,“ sagði Viggó sem skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik en hann kom ekkert við sögu í þeim fyrri.


„Við lékum nánast sama leikkerfið allan síðari hálfleikinn og það gekk lengst af vel. Okkur tókst að losa boltann nokkuð vel sem lauk með góðum mörkum meðal annars frá frá Bjarka og Sigvalda í hornunum. Hinsvegar vantaði aðeins upp á að við skoruðum meira úr seinni bylgju og hraðaupphlaupum. Við verðum að bæta úr því fyrir síðari leikinn í undankeppninni gegn Portúgal á sunnudaginn,“ sagði Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -