- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Riðlakeppninni lauk í gær – Arnór mætir sínu gamla liði í undanúrslitum

Arnór Atlason þjálfari TTH Holstebro og aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Guðmunudur Bragi Ástþórsson skoraði fimm mörk, tvö þeirra úr vítaköstum, þegar lið hans Bjerringbro/Silkeborg gerði jafntefli við TTH Holstebro sem Arnór Atlason þjálfar, 29:29, í sjöttu og síðustu umferð riðlakeppni átta liða úrslita dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld.

Ljóst er að Arnór og liðsmenn hans mæta meisturum síðasta árs, Aalborg Håndbold í undanúrslitum á sunnudag. Arnór var árum saman hjá Aalborg, fyrst sem leikmaður og síðar sem aðstoðarþjálfari, um árabil áður en hann tók við þjálfun TTH Holstebro fyrir tveimur árum.


Fyrir leikinn í Silkeborg í gærkvöld hafði Holstebro tryggt sér sæti í undanúrslitum ásamt GOG sem vann Fredericia HK, 31:28, á Fjóni. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum auk einnar stoðsendingar. Guðmundur Þórður Guðmundsson var að vanda við stjórnvölin hjá Fredericia HK. Liðið rak lestina í riðli 2 með 3 stig.

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði ekki mark þegar Skanderborg AGF vann Skjern á heimavelli í riðli 1 í úrslitakeppninni. Sigurinn breytti ekki þeirri staðreynd að Skanderborg hefur lokið keppni en Skjern tekur sæti í undanúrslitum úr riðlinum ásamt Aalborg Håndbold sem lagði Mors-Thy, 34:27.


Lokastaðan í riðlunum:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore

Leikið verður 25., 28. og 31. maí til undanúrslita. Eftirtalin lið mætast:

GOG – Skjern.
Aalborg – TTH Holstebro.
Vinna þarft tvo leiki.

Sigurliðin leika til úrslita um danska meistaratitilinn. Tapliðin eigast við um bronsverðlaun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -