- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rifar seglin eftir langan feril

Ægir Hrafn Jónsson t.v. glímir við Jón Heiðar Sigurðsson, KA-mann. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Ægir Hrafn Jónsson hefur ákveðið að leggja handknattleiksskóna til hliðar eftir nærri aldarfjórðung sem leikmaður í meistaraflokki í hand- og körfuknattleik. Ægir Hrafn lék síðast með Fram. Hann sagði við handbolta.is í morgun vera afar sáttur við ferilinn.


„Ég lék með Þrótti, Val, KR, ÍA og Hamri í körfuknattleik. Fyrsta meistaraflokkstímabilið hjá mér var í ÍA og ég var valinn nýliði ársins í deildinni það ár og var valinn í A-landsliðshóp,“ sagði Ægir Hrafn við handbolta.is. „Annars byrjaði ég minn íþróttaferil hjá Þrótti í handbolta, fótbolta og körfu,“ bætti hann við.


Ægir Hrafn æfði og lék körfubolta með Val þegar hann ákvað að söðla um og snúa sér að handknattleik. Hann lék árum saman með Val og var síðan með Gróttu, Víking og Fram.

Ægir Hrafn varð Íslandsmeistari með Val 2007 og bikarmeistari með sama liði sama félags árið eftir. Með Fram varð Ægir Íslandsmeistari 2013 og var einnig valinn í æfingahóp landsliðsins árið 2011.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -