- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ríki Kalmarsambandsins sameinast um mótahald

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Segja má að hið forna Kalmarsamband verði að litlu leyti endurnýjað undir loka þessa áratugar þegar grannríkin Danmörk, Svíþjóð og Noregur sameinast um að halda lokakeppni Evrópumóts karla og kvenna.


Á þingi Handknattleikssambands Evrópu í Vínarborg í gær var samþykkt að ríkin þrjú haldi EM karla 2026 í sameiningu. Tveimur árum síðar verða ríkin með sameiginlega umsjón með lokakeppni EM kvenna.


Þessu til viðbótar verða Rússar gestgjafar EM kvenna 2026 og Spánn, Portúgal og Sviss halda EM karla 2028 í sameiningu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -