- Auglýsing -
Róbert Örn Karlsson markvörður og HK hafa náð samkomulagi um að sá fyrrnefndi haldi áfram að verja mark félagsins í Olísdeildinni og í Poweradebikarnum á næstu leiktíð. Hann verður þar með einn þriggja markvarða HK. Brynjar Vignir Sigurjónsson kom til félagsins í sumar frá Aftureldingu og fyrir var í fleti Jovan Kukobat.
„Róbert hefur verið traustur markvörður hjá okkur síðustu ár og skilað sínu hlutverki af fagmennsku. Hann mun nú mynda öflugt markvarðateymi með Jovan og Brynjari, sem tryggir okkur breidd í markmannsstöðunni fyrir komandi tímabil,“ segir í tilkynningu HK.
- Auglýsing -