- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Róbert verður annar þjálfari U20 ára landsliðsins

Róbert Gunnarsson t.v. og Einar Andri Einarsson eru þjálfarar U21 ára landsliðs karla. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

HSÍ hefur ráðið Róbert Gunnarsson í þjálfarateymi U-20 ára landsliðs karla og mun hann þjálfa liðið ásamt Einari Andra Einarssyni. Róbert flutti heim í sumar eftir að hafa búið ytra í um tvo áratugi. Síðast var hann ungmennaþjálfari hjá Århus í Danmörku eftir að hafa lagt keppnisskóna á hilluna sumarið 2018.


Róbert, sem er 41 árs gamall, á að baki 276 landsleiki sem hann skoraði í 773 mörk. Hann tók þátt í 15 stórmótum með íslenska landsliðinu og vann bæði silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlaun á Evrópumótinu í Austurríki 2010.


Sem atvinnumaður lék Róbert með Århus Håndbold, Vfl Gummersbach, Rhein-Neckar Löwen og PSG. Róbert var valinn handknattleiksmaður ársins í Danmörku árið 2005. Það ár setti hann markamet í dönsku úrvalsdeildinni sem var ekki slegið fyrr en í vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -