- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Roland í þjálfarateymi landsliðsins á HM

Roland Eradze t.h. ræðir við Pavel Miskevich og Petar Jokanovic, markverði ÍBV. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Roland Eradze fyrrverandi landsliðsmarkvörður og nú markvarðaþjálfari ÍBV, verður í þjálfarateymi karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. Roland verður markvörðum íslenska landsliðsins, Björgvini Páli Gústavssyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni, innanhandar. Eiginlegur markvarðaþjálfari hefur ekki verið með landsliðinu síðan Svíinn Tomas Svensson hætti eftir HM 2021.


Roland var síðast í þjálfaratreymi landsliðsins í tíð Geirs Sveinssonar frá 2016 og 2018 og var síðast með landsliðinu á Evrópumótinu í Króatíu 2018. Hann mætir þar af leiðandi aftur til leiks í Króatíu sjö árum síðar.

Sem markvörður landsliðsins var Roland með íslenska landsliðinu á fimm stórmótum, HM 2003, 2005 og 2007, EM 2006 og Ólympíuleikunum 2004.


Undanfarið hálft annað ár hefur Roland verið markvarðaþjálfari hjá ÍBV. Þar áður var hann markvarðaþjálfari úkraínsku meistaranna HC Motor frá 2019 til 2023. Á þeim tíma var Íslandsvinurinn Gintaras Savukynas núverandi landsliðsþjálfari Litáen aðalþjálfari HC Motor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -