- Auglýsing -
- Auglýsing -

Roland og félagar unnu bronsið í Zadar

Lið Motor Zaporozhye sem hafnaði í 3. sæti í Austur-Evrópudeildinni í gær. Mynd/ Motor Zaporozhye
- Auglýsing -

Roland Eradze og félagar hans í úkraínska meistaraliðinu Motor Zaporozhye hrepptu bronsverðlaun í Austur-Evrópudeildinni (SHEA Gazprom League) í handknattleik karla en leikið var til úrslita á mótinu á föstudag og í gær. Motor vann hvít-rússnesku meistarana Meshkov Brest með yfirburðum, 31:20, í viðureigninni um bronsið í keppninni í gær í Zadar í Króatíu.


Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 11:11. Leikmönnum Meshkov Brest féll allur ketill í eld í síðari hálfleik. Motor-liðið sótti hressilega í sig veðrið á sama tíma og vann með hreint lygilegum yfirburðum því lið Meshkov Brest hefur þótt nokkuð harðskeytt í gegnum tíðina og lítt fyrir að leggja árar í bát.


Roland er aðstoðarþjálfari Motor Zaporozhye annað tímabilið í röð. Aðalþjálfari er Savukynas Gintaras sem gerði garðinn frægan hér á landi í kringum síðustu aldamót sem leikmaður Aftureldingar. Gintaras steig sín fyrstu skref í þjálfun hér á landi hjá ÍBV.


Ungverska liðið Veszprém vann Austur-Evrópudeildina annað árið í röð. Veszprém vann PPD Zagreb, 31:29, í úrslitaleik. Um var að ræða fyrstu verðlaun ungverska liðsins eftir að Serbinn Momir Ilic tók við þjálfun í sumar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -