- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rúmenar hella úr skálum reiði sinnar á reikningi Mørk

Rúmenskir stuðningsmenn landsliðsins hafa nýtt Instagram-reikning Noru Mörk til að bölsótast út í dómara í forkeppni Ólympíuleikana sem fram fór um síðustu helgi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Mörgum Rúmenum er heitt í hamsi eftir að kvennalandslið þeirra sat eftir með sárt ennið í forkeppni Ólympíuleikana um síðustu helgi. Hafa nokkrir þeirra m.a. notað Instagram reikning norsku landsliðskonunnar Noru Mørk til þess að hella úr skálum reiði sinnar.


Telja þeir að danskir dómarar sem dæmdu viðureign Noregs og Rúmeníu hafi viljandi dregið taum norska landsliðsins í viðureign þjóðanna sem fram fór í Podgorica í Svartfjallalandi. Norska landsliðið vann leikinn, 29:24. Frá þessu er greint í norskum fjölmiðlum.


Eftir að Evrópumeistarar Noregs töpuðu fyrir Svartfellingum í forkeppninni þá varð norska landsliðið að leggja rúmenska landsliðið til að eiga möguleika á að hreppa farseðil á Ólympíuleikana. Ekki nóg með það varð norska landsliðið að treysta á að Svartfellingar ynnu Rúmena eða töpuðu alltént ekki með meira en fimm marka mun. Rúmenum tókst aðeins að vinna Svartfellinga með þriggja marka mun og sátu þar með eftir.

Spænskir dómarar leiks Svartfellinga og Rúmena fá einnig kaldar kveðjur frá óánægðum Rúmenum sem saka dómarana að hafa ekki verið heilir í störfum sínum. Spara sumir síst stóru orðin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -