- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rúmenía og Portúgal bíða Vals og ÍBV

Valur og ÍBV eigast við í Origohöllinni í kvöld í Olísdeild kvenna. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna mæta rúmenska liðinu Dunarea Braila í annarri umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Dregið var í morgun. Valur á fyrri leikinn heima en reiknað er með að leikirnir fari fram helgarnar 23./24. september og 30. september /1. okótóber.

Því næst Þýskaland

Komist Valur áfram bíður þeirra rimma við þýska liðið Borussia Dortmund í þriðju og síðari umferð forkeppninnar. Þeir leikir eiga að fara fram 11. og 12. nóvember og 18. og 19. nóvember, rétt áður en heimsmeistaramót kvenna í handknattleik hefst.

Dortmund var í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð. Emma Olsson fyrrverandi leikmaður Fram er einn leikmanna Dortmund sem hlaut bronsverðlaun í Evrópudeildinni í vor.

Colegio de Gaia

Bikarmeistarar ÍBV voru eitt 64 liða sem dregið var út í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna. ÍBV leikur við Colegio de Gaia frá Portúgal. Ef leikið verður heima og að heiman þá á portúgalska liðið heimaleik 23. eða 24. september og ÍBV heimaleik viku síðar.

Handbolti.is fylgdist með í morgun þegar dregið var í Evrópukeppnina í kvenna- og karlaflokki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -