- Auglýsing -

Rúnar framlengir dvölina í herbúðum Leipzig

Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig. Mynd/Klaus Trotter

Rúnar Sigtryggsson hefur skrifað undir nýjan samning við SC DHfK Leipzig um að þjálfa lið félagsins út keppnistímabiliið 2025. Rúnar tók við þjálfun SC DHfK Leipzig í byrjun nóvember og hefur síðan sannarlega snúið gengið þess til betri vegar. Liðið vann sex leiki í röð eftir komu Rúnars en tapaði tveimur þeim síðustu fyrir áramót. SC DHfK Leipzig er komið upp í miðja deild eftir að hafa verið að gæla við fallsæti í nóvember.


Þegar Rúnar kom til Leipzig í byrjun nóvember gerði hann tímabundinn samning sem gilti út yfirstandi keppnistímabil.

Mikil ánægja ríkir með störf Rúnars hjá félaginu og vildu stjórnendur þess gjarnan festa Rúnar til lengri tíma.


„Það er gaman að þessu og því þá ekki að slá til,“ sagði Rúnar í gamansömum tón í skilaboðum til handbolta.is fyrir stundu.

Rúnar er öllum hnútum kunngur í Þýskalandi eftir að hafa búið þar um árabil, fyrst sem leikmaður með Göppingen, Wallau Massenheim og Eisenach og síðar sem þjálfari EHV Aue og Balingen-Weilstetten frá 2012 til 2017.

Viggó Kristjánsson er eini íslenski handknattleiksmaðurinn í herbúðum Leipzig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -