- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rúnar kom, sá og sigraði

Viggó Kristjánsson leikmaður Leipzig og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Rúnar Sigtryggsson fagnaði sigri í fyrsta leik sínum við stjórnvölin hjá þýska 1. deildarliðinu Leizpig í kvöld þegar liðið lagði Wetzlar á útivelli, 25:24, með sigurmarki Matej Klima 13 sekúndum fyrir leikslok. Rúnar kom til félagsins í gær og virðist hafa náð að rífa upp stemninguna fyrir leikinn en fyrir viðureignina í kvöld hafði Leipzig aðeins unnið tvo leiki af 10. Þetta var fyrsti sigur liðsins á útivelli.

Viggó lék á als oddi

Viggó Kristjánsson lék á alls oddi og skoraði 10 mörk fyrir Leipzig-liðið, þar af átta úr vítaköstum. Einnig gaf Viggó tvær stoðsendingar.


Fleiri Íslendingar hrósuðu sigri með liðum sínum í kvöld í þýsku 1. deildinni. Íslendingatríóið hjá Gummersbach gekk glaðbeitt af leikvelli eftir að hafa lagt Flensburg á heimavelli, 31:29. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg og var einu sinni vísað af leikvelli.

Elliði Snær lét til sín taka

Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach og var tvisvar vísað af leikvelli. Hann lék greinilega til sín taka á báðum endum leikvallarins. Hákon Daði Styrmisson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach-liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar.

Aðeins tveggja stiga munur

Aðeins munar nú tveimur stigum á Flensburg og nýliðum Gummersbach eftir 11 umferðir eins og sjá má á stöðutöflunni neðst í fréttinni. Þrettán ár eru liðin frá síðasta sigri Gummersbach á Flensburg.


Ólafur Stefánsson aðstoðarþjálfari Erlangen sá sína lærisveina vinna HSV Hamburg með sex marka mun í Nürnberg, 35:29.


Heiðmar Felixson og félagar í Hannover-Burgdorf töpuðu fyrir efsta liði deildarinnar, Füchse Berlin, í Max Schmeling halle í Berlín, 32:30.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -