- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rúnar mættur á Ásvelli – Tjörvi verður til aðstoðar

Breytingar hjá Haukum. Tjörvi Þorgeirsson aðstoðarþjálfari, Aron Kristjánsson fráfarandi þjálfari Hauka og eftirmaðurinn, Rúnar Sigtryggsson. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

Rúnar Sigtryggsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í handknattleik. Tekur hann við af Aroni Kristjánssyni sem stýrt hefur liðinu síðustu tvö ár. Rúnar er ráðinn til þriggja ára. Hann var síðast þjálfari Stjörnunnar 2018 til 2020 auk þess að hlaupa í skarðið hjá EHV Aue leiktíðina 2020/2021.


Tjörvi Þorgeirsson verður aðstoðarþjálfari liðsins við hlið Rúnars. Tjörvi mun einnig leika með áfram eins og hann hefur gert.


Haukar sögðu frá ráðningu þeirra í kvöld í fréttatilkynningu.


Rúnar er ekki ókunnugur á Ásvöllum þar sem hann lék með Haukum árin 1996-1998 og 2000-2002. Með liðinu varð Rúnar bikarmeistari árið 1997, bikar-og Íslandsmeistari árið 2001 og bikar- og deildarmeistari 2002.


Rúnar var um árabil landsliðsmaður og atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni auk þess að þjálfa Balingen og Aue í Þýskalandi auk liðs Akureyrar handboltafélags og Stjörnunnar eins og áður sagði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -