- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rúnar og lærisveinar lögðu meistarana

Rúnar Sigtryggsson einbeittur við hlíðarlínuna í leik með Leipzig. Mynd/Facebooksíða SC DHfK Handball
- Auglýsing -

Rúnar Sigtryggsson og lærisveinar hans í SC DHfK Leipzig gerðu sér lítið fyrir og unnu meistara THW Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 35:34, á heimavelli. Þetta var fjórða tap THW Kiel í deildinni á leiktíðinni og nú er þetta stórveldi 10 stigum á eftir efsta liðinu, Füchse Berlin. Auk þess féll Kiel úr leik í bikarkeppninni á dögunum í 32 liða úrslitum.


Seltirningurinn Viggó Kristjánsson var atkvæðamestur hjá SC DHfK Leipzig með átta mörk. Hann átti auk þess fjórar stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson var óheppinn með skot sín. Honum brást sex sinnum bogalistin.

Niklas Bilyk skoraði átta mörk fyrir THW Kiel og var markahæstur. Elías Ellefsen á Skipagötu skoraði einnig átta mörk en eins og Bilyk var nýtingin ekki upp á það allra besta.

SC DHfK Leipzig hefur nú hreiðrað um sig í 10. sæti deildarinnar af 18 liðum eftir erfiða byrjun. Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum Evrópu er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -