- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rússar ívið sterkari í Minsk

Igor Soroka var markahæstur í rússneska liðinu í dag með átta mörk. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Rússum tókst að leggja Úkraínumenn í síðari leik liðanna á örfáum dögum í þriðja riðli undankeppni EM2022 í karlaflokki í Minsk í Hvíta-Rússlandi í dag, 30:28, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfeik, 15:14.

Þjóðirnar skildu jafnar á fimmtudagskvöld á sama stað, 27:27, og var það í fyrsta sinn sem Úkraínumönnum tekst að halda jöfnu í leik við Rússa. Vegna mikilla erfiðleika í samskiptum þjóðanna þá sameinuðust handknattleikssambönd Rússlands og Úkraínu um að báðar viðureignir færu fram í Minsk.

Í dag voru Rússar sterkari nær allan síðari hálfleikinn og voru með þriggja til fjögurra marka forskot nær allan tímann. Þeir hafa þar með þrjú stig í riðlinum, Úkraína eitt en Færeyingar og Tékkar eru án stiga enda ekki leikið ennþá. Báðum viðureignum þeirra sem fram áttu að fara á miðvikudag og í dag var frestað vegna afar erfiðs ástands í Tékklandi þar sem kórónuveiran hefur farið stjórnlítið um síðustu vikur.

Mörk Rússlands: Igor Soroka 8, Alexander Kotov 6, Pavel Atman 4, Dmitry Zhitnikov 4,  Aleksandr Ermakov 3, Timofei Maslennikov 2, Aleksei Fokin 1, Pavel Andreev 1, Mikhail Vinogradov 1.

Mörk Úkraínu: Eduard Kravchenko 6, Stanislav Zhukov 6, Sergiy Onufryienko 3, Taras Minotskyi 3, Dmytro Ilchenko 3, Oleksandr Kyrylenko 2, Zakhar Denysov 2, Ievgen Zhuk 2, Dmytro Horiha 1.

Hér fyrir neðan má sjá Timofei Maslennikov skoraði 27. mark Rússa. Eitt þriggja marka hans í leiknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -