- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rússarnir mættu ekki til Metz – Norðurlandaliðin unnu

Leikmenn Team Esbjerg glaðir í bragði eftir sigur á CSM á heimavelli í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fyrstu umferðinni í Meistaradeild kvenna lauk í dag með þremur leikjum en ekki fjórum eins og fyrirhugað var því leikur Metz og CSKA fór ekki fram. Ástæða þess er sú að samkvæmt sóttvarnarreglum í Frakklandi verða allir sem kom til landsins frá ríkjum utan ESB að fara í 10 daga sóttkví. Forráðarmönnum Metz láðist, eða drógu lappirnar, við að sækja um undanþágu fyrir leikmenn CSKA í tíma.

Undanþága fékk loks í gær en forráðamönnum CSKA þótt það of seint og kusu að senda lið sitt ekki  af stað. Rússarnir óskuð eftir við Handknattleiksambands Evrópu, EHF, að leiknum yrði frestað en hafa ekki fengið svör. Af þeim sökum er ekki ljóst á þessari stundu hvort leiknum verði fundinn annar leikdagur eða að Metz verði dæmdur sigur, 10:0.

Marit Frafjord, leikmaður Esbjerg fyrir miðri mynd, undir eftirliti Yvette Broch og Emilie Hegh Arntzen í leik Esbjerg og CSM á Jótlandi í dag. Mynd/EPA

Kaflaskipt í Esbjerg

Það var boðið uppá kaflaskiptan leik í Danmörku þegar að Esbjerg og CSM Búkaresti áttust við.  Heimakonur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru þremur mörkum yfir að honum loknum,  13:10. Leikmenn CSM komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og sneru leiknum sér í vil. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir með þriggja marka forystu, 21-18.

Lokamínútur leiksins voru æsispennandi þar sem að þær dönsku náðu að loka á allan sóknarleik CSM og jafna metin, 21-21, þegar ein og hálf mínúta voru til leiksloka. Esbjerg-liðið lét ekki þar við sitja heldur náði Marit Jacobsen að skora sigurmarkið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiktímanum.

Hollenska handknattleiksstjarnan Estavana Polman er ennþá frá keppni vegna hnjámeiðsla og varð þar af leiðandi að fylgjast með samherjum sínum í Team Esbjerg frá hliðarlínunni. Mynd/EPA

Æsispenna í Partille

Sävehof tók á móti reynslumiklu liði Krim á heimavelli í dag þar sem að gestirnir byrjuðu leikinn mun betur og komust meðal annars í 4-0 eftir tíu mínútur.  Þá var þjálfara sænska liðsins nóg boðið og  tók leikhlé.  Það virtist bera árangur, því allt annað var að sjá til liðsins eftir það. Hægt og bítandi náðu þær sænsku að vinna sig inní leikinn og komast yfir í fyrsta skiptið, 18-17, þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Það sem eftir lifði leiks skiptust liðin á að hafa forystuna. Þegar um hálf mínúta var til leiksloka jöfnuðu gestirnir, 28-28. Leikmenn Sävehof neituðu að láta þar við sitja. Þegar um 20 sekúndur voru eftir skoraði Nina Koppang 29. mark Sävehof. Leikmenn Krim freistuðu þess að jafna leikinn en Jamina Roberts leikmaður Sävehof komst inní sendingu þeirra og kórónaði jafnframt sína frammistöðu í leiknum. Roberts skoraði 10 mörk.  Sävehof vann þar með með eins marks mun, 29-28.

Erfitt hjá nýliðunum

Lokaleikur umferðarinnar var svo í Tyrklandi þar sem að nýliðarnir úr Kastamonu tóku á móti danska meistaraliðinu Odense Håndbold. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en í stöðunni 5-5 tóku gestirnir öll völd á vellinum og voru yfir  í hálfleik, 15-11. Um algjöra einstefnu var að ræða í seinni hálfleik af hálfu danska liðsins sem náði mest sjö marka forystu 29-22. Heimaliðið reyndi hvað það gat til að klóra í bakkann. Allt kom fyrir ekki og liðið frá Óðinsvéum vann, 31:25.

Úrslit dagsins:

Esbjerg 22-21 CSM Bukaresti (13-10)
Mörk Esbjerg:
Mette Tranborg 5, Henny Reistad 5, Marit Jacobsen 4, Annette Jensen 3, Sanna Solberg 2, Kaja Nielsen 1, Michala Möller 1, Beyza Turkoglu 1.

Varin skot: Rikke Poulsen 4, Dinah Eckerle 1.
Mörk CSM: Elizabeth Omoregie 5, Emilie Arntzen 4, Carmen Martín 4, Yvette Broch 3, Cristina Neagu 2, Andrea Klikovac 2, Ema Ramusovic 1.
Varin skot: Jelena Grubisic 16.

Sävehof 29-28 Krim (11-13)
Mörk Sävehof:
Jamina Roberts 10, Nina Koppang 6, Trine Mortensen 4, Mathilda Lundström 2, Laura Jensen 2, Thea Blomst 2, Tamara Haggerty 2, Linn Andersson 1.
Varin skot: Sofie Börjesson 12.
Mörk Krim: Tjasa Stanko 7, Katarina Krpez-Slezak 5, Andrea Lekic 5, Oceane Sercien 3, Allison Pineau 2, Dragana Cvijic 2, Maja Svetik 2, Natasa Ljepoja 1, Alja Varagic 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 8.Kastamonu 25-31 Odense (11-15)
Mörk Kastamonu:
Jovanka Radicevic 9, Nina Zulic 4, Sara Kovarova 4, Serpil Iskenderoglu 2, Betul Yilmez 2, Ceren Demircelen 2, Majda Mehmedovic 1, Ruth Francisco 1.
Varin skot: Marina Rajcic 8.
Mörk Odense: Mie Hojlund 7, Freja Kyndboel 6, Dione Housheer 6, Mia Bidstrup 6, Trine Knudsen 2, Kelly Vollebregt 2, Bo van Wetering 1, Rikke Iversen 1.
Varin skot: Martina Thorn 9, Althea Reinhardt 2.

Fjallað er um leikina sem fram fóru í gær á hlekk hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -