- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rússi er væntanlegur til Ísafjarðar

Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Forsvarsmenn Harðar á Ísafirði hafa svo sannarlega ekki lagt árar í bát. Þeir hyggjast halda áfram að styrkja lið eftir fremsta megni áður en átökin hefjast á ný í Olísdeild karla á nýju ári. Þeir eiga nú von á rússneskri hægri handar stórskyttu á næstunni samkvæmt því sem fram kemur í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar. Um er að ræða Alexander Tatarintsev sem er 32 ára gamall og ekkert smásmíði, 210 sentímetrar á hæð, og frá Stavropol.


Við leit að Tatarintsev á veraldarvefnum kemur fram að frá 2020 til 2022 lék hann með uppeldisfélagi sínu HC Victor. Hvort hann er þar enn er óvíst. Áður var Tatarinstev með pólska liðinu NMC Górnik Zabrze frá 2014 til 2016 og aftur frá 2017. Í millitíðinni var Tatarintsev hjá IFK Kristianstad leiktíðina 2016 til 2017. Frá Viktor-SKA Stavropol fór Tatarintsev til Ademar León á Spáni 2012 og var í tvö ár.


Tatarintsev er skráður með 10 landsleiki fyrir Rússland. Þann fyrsta árið 2013.


Ekki ætla Harðarmenn að láta staðar numið með komu Rússans. Þeir munu vera á útkikki eftir fleiri leikmönnum samkvæmt heimildum.


Þegar er fyrir fjölþjóðlegur hópur erlendra leikmanna hjá Herði en Tatarintsev verður sá fyrsti af rússnesku bergi brotinn, eftir því sem næst verður komist.


Hörður rekur lestina í Olísdeild karla í handknattleik með eitt stig eftir 12 leiki en stöðuna í Olísdeildinni og næstu leiki er hægt að sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -