- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rut hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka

Andri Már Ólafsson hjá Haukum og Rut Arnfjörð Jónsdóttir handsala tveggja ára samning. Ljósmynd/Hauka topphandbolti
- Auglýsing -

Landsliðskonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleikslið Hauka eftir því sem félagið greinir frá í dag. Rut Arnfjörð kemur til félagsins eftir fjögurra ára veru hjá KA/Þór. Hún var í fæðingaorlofi á síðasta keppnistímabili.

Happafengur fyrir Hauka

Koma Rutar er sannkallaður happafengur fyrir liðið enda á ferðinni ein reyndasta og snjallasta handknattleikskona Íslands. Hún lék í 12 ár með dönsku úrvalsdeildarliðum Team Tvis Holstebro, Randers HK, FCM Midtjylland (nú Ikast), og Team Esbjerg. Lék hún með liðunum í Evrópukeppni og varð m.a. Evrópumeistari félagsliða 2013 með Team Tvis Holstebro. Má með nokkrum sanni segja að Rut Arnfjörð sé leikreyndasta handknattleikskona Íslands.
Rut Arnfjörð hefur leikið 113 landsleiki og skoraði í þeim 243 mörk. Hún varð danskur meistari með Team Esbjerg 2019 og 2020.

Haukar höfnuðu í þriðja sæti Olísdeildar í vor og léku til úrslita við Val um Íslandsmeistaraitilinn í vor eftir sigur á Fram í undanúrslitum.

Langar að taka þátt

„Það er mjög flott uppbygging í gangi á Ásvöllum sem mig langar að taka þátt í. Þær eru með spennandi lið með ungum og efnilegum leikmönnum. Þetta eru metnaðarfullar stelpur sem hafa staðið sig mjög vel og ég sé að þær geta náð enn lengra. Umgjörðin í kringum liðið er mjög góð og ég finn að það er mikill metnaður fyrir kvennaboltanum í Haukum. Einnig eru þær með frábært þjálfarateymi sem ég hlakka til að vinna með,“ er haft eftir Rut á heimasíðu Hauka í dag.

Konur – helstu félagaskipti 2024

Geri aðra leikmenn betri

Þess má til fróðleiks geta að Rut steig sín fyrstu skref í meistaraflokki 15 ára gömul hjá HK undir stjórn Díönu Guðjónsdóttur annars þjálfara Haukaliðsins. „Með komu Rutar erum við að fá frábæran leikmann, með mikla reynslu og hæfileika sem gerir aðra leikmenn í kringum sig betri. Það er mikill fengur að fá Rut til Hauka þar sem liðið ætlar sér stóra hluti á næstu árum,“ segir Díana í áðurnefndri tilkynningu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -