- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rut og Valgerður Helga halda tryggð við Gróttu

Rut Bernódusdóttir skoraði 12 mörk fyrir Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert nýja tveggja ára samninga við Rut Bernódusdóttur og Valgerði Helgu Ísaksdóttur. Báðar eru fæddar árið 2001 og verða tvítugar síðar á árinu.


Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær leikið í nokkur ár í meistaraflokki. Rut er að hefja sitt fimmta tímabil með Gróttu og Valgerður Helga sitt fjórða tímabil í haust.


Rut, leikur sem línumaður, skoraði 27 mörk í 15 leikjum með Gróttu í Grill 66-deildinni í vetur. Hún skoraði enn fremur 11 mörk í umspilinu gegn ÍR og HK í lok tímabilsins.

Valgerður Helga Ísaksdóttir einbeitt á svip í viðureign við HK á vordögum. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Valgerður Helga er skytta og skoraði 15 mörk í 16 leikjum með Gróttu í vetur. Hún bætti síðan við tveimur mörkum í umspilinu um laust sæti í Olísdeildinni.


„Það er ánægjulegt að Vala og Rut taki áfram slaginn með Gróttu í Grill 66-deildinni næstu árin. Þær hafa verið mikilvægar liðinu og það er von Gróttu að þær eflist með liðinu næstu árin. Þær búa yfir reynslu sem vonandi nýtist liðinu til að blanda sér í baráttu um sæti í Olísdeildinni að ári,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Gróttu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -