- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sá norski reið baggamuninn nyrðra

Norski markvörðurinn Nicolai Horntvedt Kristensen kom mikið við sögu í leiknum. Hann varði m.a. skot Stjörnumanna á síðustu sekúndum leiksins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Norski markvörðurinn Nicolai Horntvedt Kristensen sá til þess að KA-menn hirtu bæði stigin úr æsilega spennandi viðureign við Stjörnuna í KA-heimilinu í kvöld í síðasta leik 4. umferðar. Nicolai varði frá Agli Magnússyni þegar 10 sekúndur voru til leiksloka. Hálfri mínútur áður hafði Einar Rafn Eiðsson skorað 27. mark KA í leiknum og komið liðinu marki yfir. Lokastaðan, 27:26.


KA er þar með áfram taplaust eftir fjórar leiki og er í hópi með FH og Aftureldingu í öðru til fjórða sæti Olísdeildar. Það sem meira er að KA er annað tveggja liða deildarinnar sem er taplaust. Hitt er topplið Vals.

Dagur Árni Heimisson fór á kostum í sóknarleik KA. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Stjarnan er ásamt Víkingi með tvö stig í 10. til 11. sæti.
Leikurinn í KA-heimilinu í kvöld var jafn og skemmtilegur. Aldrei munaði meira á liðunum en tvö mörk á annan hvorn veginn.

Óhætt er að segja að kátt hafi verið á hjalla í búningsklefa KA eftir sigurinn í kvöld.

Öruggt hjá Haukum

Því miður var viðureign Víkings og Hauka í Safamýri aldrei spennandi. Haukar tóku leikinn fastatökum strax í upphafi. Um miðjan fyrri hálfleik var munurinn orðinn talsverður. Það dró frekar sundur með liðunum þegar á leið. Yfirburðir Hauka voru talsverðir. Þeim tókst að sýna sitt rétta andlit. Nokkuð sem Víkingum tókst alls ekki, sérstaklega þá í sókninni þar sem m.a. fjögur vítaköst fóru forgörðum.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

KA – Stjarnan 27:26 (17:15).

Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 6, Einar Rafn Eiðsson 6/3, Magnús Dagur Jónatansson 5, Jóhann Geir Sævarsson 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Ólafur Gústafsson 1, Jens Bragi Bergþórsson 1, Ott Varik 1, Patrekur Stefánsson 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 9/1, 36% – Bruno Bernat 4, 28,6%.
Mörk Stjörnunnar: Hergeir Grímsson 9, Þórður Tandri Ágústsson 4, Tandri Már Konráðsson 4/1, Benedikt Marinó Herdísarson 2, Pétur Árni Hauksson 2, Haukur Guðmundsson 2, Ísak Logi Einarsson 1, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1, Egill Magnússon 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 19, 43,2% – Adam Thorstensen 0.

Stórleikur Sigurðar Dan Óskarsson í marki Stjörnunnar dugði ekki til sigurs. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Víkingur – Haukar 21:33 (9:15).

Mörk Víkings: Halldór Ingi Jónasson 4, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 2/2, Brynjar Jökull Guðmundsson 2, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Styrmir Sigurðarson 2, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1, Daníel Örn Griffin 1, Stefán Scheving Guðmundsson 1, Gunnar Valdimar Johnsen 1, Sigurður Páll Matthíasson 1, Igor Mrsulja 1/1, Arnar Steinn Arnarsson 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 9/1, 26,5% – Sverrir Andrésson 1, 11,1%.
Mörk Hauka: Össur Haraldsson 10, Guðmundur Bragi Ástþórsson 9/3, Birkir Snær Steinsson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Þráinn Orri Jónsson 3, Geir Guðmundsson 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 1, Kristófer Máni Jónasson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 10/1, 33,3% – Magnús Gunnar Karlsson 1, 50%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -