- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sætt og súrt hjá Íslendingum

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold fór illa með KIF Kolding í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld, lokatölur 40:27, en leikið var í Álaborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins og var hann að vanda á hliðarlínunni ásamt Stefan Madsen þjálfara. Álaborgarliðið var með yfirburði í leiknum frá upphafi og hafði m.a. náð tíu marka forskoti að loknum fyrri hálfleik, 22:12.

Munurinn kom ekki á óvart þar sem liðunum hefur verið spáð ólíku gengi á leiktíðinni.

Ágúst Elí Björgvinsson lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Kolding og fékk lítt við ráðið að lið hans átti undir högg að sækja frá upphafi til enda. Hann varði fjögur skot, þar af eitt vítakast, alls 14% hlutfallsmarkvarsla. Ágúst Elí kom til Kolding í sumar eftir tveggja ára veru hjá Sävehof í Svíþjóð.

Annar landsliðsmarkvörður, Viktor Gísli Hallgrímsson, varði sex skot og var með 18% hlutfallsmarkvörslu þegar lið hans GOG vann Gudme á Fjóni í kvöld, 35:28. GOG var með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda. Þremur mörkum skakkaði á liðunum þegar fyrri hálfleikur var á enda, 18:15.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -