- Auglýsing -

Safnaði í styrktarsjóð barna með hverju marki sem hann skoraði í 13 ár

- Auglýsing -


Í hvert sinn sem þýski handknattleiksmaðurinn Patrick Wiencek hefur skorað mark fyrir THW Kiel á síðustu árum hefur hann safnað peningum til styrktar barnadeildar krabbameinslækninga á háskólasjúkrahúsinu í Kiel. Nú þegar Wiencek er hættur að leika handbolta hefur hann í samstarfi við pólska orkufyrirtækið Orlen safnað rúmlega 135.000 evrum nærri 20 milljónum kr. Samstarf Orlen heldur áfram næstu fimm ár með landsliðsmarkverðinum Andreas Wolff.


Frá 2012 hefur Orlen gefið 100 evrur fyrir hvert mark sem Wiencek skoraði í þýsku 1. deildinni. Fjármagnið hefur meðal annars verið notað til að byggja upp íþrótta- og æfingarými fyrir krabbameinsveik börn og ungmenni.

„Það er ótrúlegt hvað við höfum náð að áorka saman. Í hvert skipti sem ég heimsótti sjúkrahúsið gat ég fundið hversu mikilvægt þetta verkefni er,“ segir Wiencek við handball-World.

Í kveðjuleik sínum á síðasta föstudag afhentu Wiencek og markvörðurinn Andreas Wolff styrktarávísanir, að upphæð 25.000 evrur, jafnvirði 3,6 milljónir kr.

Greiða fyrir hvert varið vítakast

Verkefnið heldur nú áfram með Wolff. Orlen ætlar að gefa 300 evrur fyrir hvert vítakast sem landsliðsmarkvörðurinn ver í leik með THW Kiel í þýsku 1. deildinni.

Eftir því sem fram kemur á handball-world þá hefur samstarf Orlen og Wiencek gert mögulegt að nýta betur íþróttaþjálfun sem mikilvægan þátt í endurhæfingu barna sem veikst hafa af krabbameini.

Framtak Orlen og Wiencek er sannarlega til fyrirmyndar fyrir aðra íþróttamenn og samstarfsfyrirtæki íþróttamanna og félaga.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -