Tamara Horacek leikmaður franska kvennalandsliðsins í handknattleik sem leikur til undanúrslita á EM kvenna gegn Danmörku á morgun var spurð á blaðamannfundi í dag út mynd sem birtist á dögunum í fjölmiðlum á Norðurlöndunum þar sem hún og liðsfélagi hennar úr franska landsliðinu voru að reykja fyrir utan hótel franska landsliðsins í Debrecen í Ungverjalandi. Voru þær báðar í æfingagöllum merktum franska landsliðinu við þessa lífshættulegu iðju.
Horacek sagði ekkert hafa um þessa mynd að segja. „Þetta er einkamál sem ég ætla ekki að ræða um,“ svaraði Horacek spurningu norsks blaðamanns á fundi franska landsliðsins í Vínarborg í morgun.
Ekki í fyrsta sinn
Mikið fjaðrafok í Norrænum fjölmiðlum vegna myndarinnar. Reyndar er þetta langt í frá í fyrsta sinn sem reykingar franska handknattleikskvenna á stórmótum valda hneykslan meðal fjölmiðla á Norðurlöndunum. Segja má að þetta sé ein af árvissum fréttum frá EM kvenna. Skemmst er að minnast svipaðra fregna frá HM kvenna í fyrra þegar sást til leikmanna franska og spænska landsliðsins reykja utan við hótel.
Þórir spurðu álits
Meira að segja var Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs beðinn um að gefa álit sitt á reykingunum. Þórir sagist ekki vera siðapostuli. „Ef þetta væri tilfellið hjá okkar liði hefði ég að minnsta kosti beðið leikmenn um að gera þetta ekki á almannafæri í klæðnaði landsliðsins,“ sagði Þórir í samtali við norska fjölmiðla sem snarað var m.a. af mbl.is.
Enginn leikmaður íslenska landsliðsins sem tók þátt í EM reykir.
Handbolti.is minnir á að reykingar eru lífshættulegar.