Markus Gaugisch þjálfari þýska kvennalandsliðsins í handknattleik hefur gert upp hug sinn hvaða konum hann ætlar að tefla fram á Evrópumótinu í handknattleik sem hefst eftir miðja næstu viku. Þýska landsliðið verður með íslenska liðinu í F-riðli í Innsbruck og mætast lið þjóðanna í þriðju og síðustu umferð þriðjudaginn 3. desember.
Tvær í þýska hópnum eru samherjar Andreu Jacobsen og Díönu Daggar Magnúsdóttur hjá Blomberg-Lippe. Fjórar úr þýska hópnum leika með félagsliðum utan Þýskalands.
Þýska liðið mætir austurríska í vináttulandsleik í Innsbruck á sunnudaginn.
Markverðir:
Katharina Filter (Brest Bretagne).
Sarah Wachter (Borussia Dortmund).
Aðrir leikmenn:
Antje Döll (HB Ludwigsburg).
Alexia Hauf (HSG Blomberg-Lippe).
Xenia Smits (HB Ludwigsburg).
Emily Bölk (Ferencváros).
Nieke Kühne (HSG Blomberg-Lippe).
Alina Grijseels (CSM Búkarest/ROU).
Annika Lott (Brest Bretagne).
Mareike Thomaier (HB Ludwigsburg).
Viola Leuchter (HB Ludwigsburg).
Julia Maidhof (SCM Ramnicu).
Nina Engel (HSG Bensheim/Auerbach).
Jenny Behrend (HB Ludwigsburg).
Lisa Antl (Borussia Dortmund).
Julia Behnke (TuS Metzingen).
Jolina Huhnstock (Buxtehuder SV).
Íhlaupamenn er á þarf að halda:
Marie Weiss (TW/TuS Metzingen).
Sabrina Tröster (RA/TuS Metzingen).
Leikir Íslands í F-riðli EM kvenna 2024:
29. nóvember: Ísland - Holland, kl. 17.
1. desember: Ísland - Úkraína, kl. 19.30.
3. desember: Ísland - Þýskaland, kl. 19.30.
- Handbolti.is verður vitanlega á EM, án ríkisaðstoðar, og fer utan með blaðamann og ljósmyndara sem fylgja landsliðinu eftir meðan það stendur í ströngu.